Í samstarfi við hestavöru- og reiðfataframleiðandann Hrímni, bjóðum við upp á að panta sérframleiddan fatnað merktan Fáki.

Næstkomandi helgi verður hægt að máta fatnað í anddyri Lýsishallarinnar á eftirfarandi tímum:

  • Laugardag, 27. janúar,  frá 10:00 til 13:00
  • Sunnudag, 28. janúar,  frá 14:00 til 17:00

Hægt verður að máta allar allar stærðir af þeim vörum sem í boði eru.

Vörur í boði fyrir Fáksfélaga:

  • Félagsjakki Fáks – Nýr keppnisjakki frá Hrímni
    • Verð: 27.990 kr.
  • Hettupeysur merktar Fáki
    • Verð: 8.990 kr.
  • Hekla – Vind- og vatnsheldur jakki fyrir herra og dömur
    • Verð: 18.990 kr.
  • Beanie húfur og derhúfur
    • Verð: 3.990 kr.

Fyrirkomulag verður þannig að helmingur pöntunar er greiddur á staðnum og rest þegar vörur verða afhentar í maí.

Hvetjum við alla þá sem stefna á að keppa fyrir hönd Fáks á Landsmóti, félagsmenn og aðstandendur að nýta tækifærið til að fá sér vandaðan fatnað á sérkjörum.

Við mætum svo öll á Landsmót í sumar vel merkt okkar félagi og styðjum okkar fólk!

Heitt á könnunni!