Námskeið fyrir yngstu kynslóðina hefst þann 30. janúar! Lögð verður áhersla á að nemendur öðlist meira jafnvægi og stjórn á hestinum ásamt því að efla sjálfstraust þeirra á baki í gegnum leik og þrautir. Í kennslunni verða samtvinnaðar æfingar í reiðleiðum, ásetu og stjórnun.

Reynt verður að hafa eftirfarandi getustig saman og biðjum við þau sem skrá börnin sín að senda póst á Sif hvaða hópi barnið tilheyrir: sifjons85@gmail.com
* 4-6 ára (teymdir)
* 4-6 ára
* 6-8 ára (fet)
* 6-8 ára (fet, tölt/brokk)

Reiðtímar eru sex talsins og 40 mínútur hver tími. Foreldrar þurfa sjálfir að teyma börnin og gott er ef eitt foreldri fylgir barni í tímana og fylgist með.

Tímasetningar: Sunnudagar frá kl. 09:00.

Verð: 14.500.

Reiðkennari: Sif Jónsdóttir

ATH! Við bendum á að nemendur sem eru 7 ára eða eldri og eru komnir með gott vald á stjórnun hestsins og orðnir vel öruggir á tölti/brokki geta skráð sig á Fákar og fjör námskeið.

Skráning fer fram á Sportabler.com