Pollanámskeið hefjast í næstu viku og er fyrsti tíminn bóklegur á miðvikudag klukkan 18:00 í Guðmundarstofu.

Fyrsti verklegi tíminn fer svo fram sunnudaginn 9. febrúar. Námskeiðið stendur í 10 vikur, til 29. mars, og er hægt að nýta frístundastyrki sveitarfélagana í námskeiðið.

Kennslan verður 1x í viku á sunnudögum. Einnig verða nokkrir óhefðbundir tímar þar sem börnin mæta ekki með hesta. Í gegnum leik, gleði og gaman öðlast börnin traust og læra grunnatriði í stjórnun og ásetu.

Skráning fer fram á https://skraning.sportfengur.com/

Kennarar eru Karen Woodrow og Sif Jónsdóttir.