Næstkomandi fimmtudag klukkan 19:00 er fjórgangur í Meistaradeildinni í hestaíþróttum í TM-Reiðhöllinni í Víðidal.

Í Víðidalinn mun mæta frábær hestakostur og hvetjum við alla til að mæta og fylgjast með.

Í salnum í reiðhöllinni verður hægt að kaupa sér mat milli 17:00 og 19:00.

Á matseðli er nautafille með fersku salati, brokkolísalat, döðlu og fennel sætkartöflusalat og jalapeno auk bernaisesósu.

Verð 2.000 krónur á mann.

Hlökkum til að sjá ykkur!