Fræðslunefnd Fáks hefur fengið hana Julie Christiansen til þess að halda námskeið hér í TM-Reiðhöllinni í Víðidal helgina 7.-8. desember. Julie þarf vart að kynna en hún er margfaldur heimsmeistari og danskur meistari í hestaíþróttum.

Fáksfélögum býðst nú einstakt tækifæri til þess að fara í einkatíma hjá hinni flinku Julie en kennslan mun fara fram í reiðhöllinni í Víðidal. Hver tími er 45 mínútur og innifalið í námskeiðinu eru tveir einkatímar á mann, einn á laugardegi og einn á sunnudegi.

Einungis 10 pláss eru í boði og því gildir sú skemmtilega regla að fyrstir koma, fyrstir fá. Fáksfélagar sem hafa greitt félagsgjöldin sín ganga fyrir öðrum. Skráning fer fram í gegnum Sportfeng og stendur yfir til 4. desember næstkomandi. Námskeiðið er á frábæru verði eða eingöngu 35.000 kr.

Byrjaðu þjálfunartímabilið með krafti á tímum hjá góðum kennara.

Fræðslunefnd Fáks