Eins og áður hefur komið fram undirritaði Fákur afnotaleyfissamning við Reykjavíkurborg í maí um land sem markast af túnum sunnan við stóra hringvöllinn og Breiðholtsbrautar auk lands í kringum Dýraspítalann í Víðidal. Sjá hér.
Samþykkt hefur verið í stjórn að frá og með þessu hausti verði sett upp aðgangsstýringarkerfi á kerrusvæði félagsins við Breiðholtsbraut. Sett verður upp rafstýrt hlið við innganginn á svæðið og með þessum aðgerðum tryggir félagið að á svæðinu séu aðeins geymdar kerrur félagsmanna Fáks. Þannig kemst félagið hjá því að aðrir aðilar noti svæðið sem geymslusvæði fyrir aðra lausamuni eins og ferðavagna og annað sem þar hefur safnast. Verður svæðið jafnframt betur lokað með blokkum. Innheimt verður árgjald fyrir kerrur félagsmanna.
Verið er að semja við verktaka um uppsetningu og verður þetta fyrirkomulag komið í gagnið eftir einhverjar vikur.
Verður fyrirkomulag svæðisins betur kynnt á komandi vikum.