Þann 16. maí síðastliðinn undirritaði Fákur undir samning við Reykjavíkurborg um afnot af landi sem sýnt er á meðfylgjandi mynd. Um er að ræða kerrusvæðið og túnin í kring auk lands í kringum Dýraspítalann í Víðidal.

Mun svæðið meðal annars nýtast okkur á komandi Landsmóti.

Þá er einnig hafin vinna við að skipuleggja svæðið undir beitarhólf fyrir félagsmenn í Fáki. Verður viðhaft svipað fyrirkomulag og þekkist í öðrum hestamannafélögum þar sem félagsmenn sækja um hólf og verður svo dregið um hverjir hljóta hólfi úthlutað.

Einnig er fyrirhugað að kerrusvæðið verði skipulagt á þann veg að stæði verði merkt og félagsmenn geta síðan keypt sér fast stæði og borgað árgjald fyrir. Þannig fyrirbyggjum við einnig að einstaklingar utan félagsins nýti svæðið fyrir hjólhýsi og aðrar kerrur sem oft hefur verið raunin.

Tilkyninngar vegna Landsmóts

ÓHEIMILT ER AÐ SETJA UPP LAUSAR GIRÐINGAR FRAM TIL 8. JÚLÍ

Allar lausar girðingar verða fjarlægðar af félaginu til 8. júlí. Hægt verður að vitja girðinganna bak við reiðhöllina.

ALLAR KERRUR ÁSAMT ÖÐRUM LAUSAMUNUM SKULU FJARLÆGÐAR AF KERRUSVÆÐI FYRIR 20. JÚNÍ

Allar kerrur og aðrir lausamunir skulu vera fjarlægðir af kerrusvæði fyrir 20. júní vegna Landsmóts. Félagið mun áskilja sér rétt til að fjarlægja kerrur og farga öðrum lausamunum eftir 20. júní.