Hið margrómaða Herrakvöld Fáks verður haldið laugardaginn 12. október næstkomandi í Félagsheimili Fáks í Víðidal.
Miðasala fer fram í Skalla Hraunbæ og hefst miðvikudaginn 9. október og er opin til 12:00 þann 12. október.
Veislustjóri er okkar maður Sigurður Svavarsson og uppistandari kvöldsins er hinn þjóðþekkti skemmtikraftur Dóri DNA.
Á boðstólunum verður steikarhlaðborð að hætti Grillvagnsins.
Húsið opnar 19:00 og borðhald hefst 19:30.
Húsið opnar fyrir konur 22:00 og verður hittingur hjá þeim í Guðmundarstofu upp úr 20:00.
Hlynur Snær og hljómsveit munu spila fyrir dansi.
Miðaverð 9.900 kr.