Fákur óskar eftir starfsmanni til að leiða og skipuleggja fræðslu- og æskulýðsstarf félagsins auk þess sem starfsmaður er tengiliður félagsins við félagshesthús Fáks.
Laun eru verktakalaun og vinnuskylda er í um það bil 9 mánuði á ári. Um hlutastarf er að ræða.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Að framfylgja stefnu stjórnar um fræðslustarf félagsins.
- Umsjón og skipulagning fræðslustarfs.
- Samskipti við reiðkennara um fyrirkomulag reiðkennslu og uppsetning námskeiða í Sportabler.
- Miðlun upplýsinga til félagsmanna og nemenda um námskeiðahald í gegnum vef Fáks og samfélagsmiðla.
- Skipulagning fræðslukvölda.
- Æskulýðs- og fræðslufulltrúi situr fundi æskulýðsnefndar og vinnur með þeim að skipulagningu æskulýðsstarfs félagsins.
- Utanumhald með félagshesthúsi Fáks með framkvæmdastjóra.
- Tengiliður við iðkendur og forráðamenn í félagshesthúsi Fáks.
- Önnur tilfallandi störf unnin í samráði við framkvæmdarstjóra félagsins.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Reiðkennararéttindi.
- Góð samskipta- og skipulagshæfni.
- Góð tölvukunnátta.
- Sjálfstæð vinnubrögð.
Umsóknarfrestur er til og með 9. september.
Upplýsingar veitir Hjörtur Berstað formaður í síma 893-7475.
Umsóknir skulu sendar á netfangið einar@fakur.is