Kjarnakonur, í samstarfi við hestamannafélagið Fák, mun bjóða upp á þétt 6 vikna haustnámskeið frá 31. ágúst, og eru æfingar 2. – 3. sinnum í viku. Opið er fyrir skráningar á skraning.sportfengur.com undir heitinu Haustnámskeið Kjarnakvenna 2020.

Helstu kostir námskeiðsins eru: Skýr markmið, þéttar æfingar, bæði bókleg og verkleg kennsla og frábær félagsskapur. Við leggjum mikla áherslu á að nemendur okkar tileinki sér vönduð vinnubrögð og færni í grunnreiðmennsku með það að markmiði að bæta samspil á milli hests og knapa. Haustin eru frábær tími til að hafa hesta á húsi og leggja góðan grunn fyrir komandi vetur. Í upphafi tímabilsins tökum við hross og knapa út, setjum skýr markmið og fylgjum þeim eftir.

Námskeiðið hentar vel fyrir konur sem vilja öðlast betra traust, meiri stjórn og tileinka sér fleiri tæki og tól í verkfærakistu sína sem nýtist í almennri þjálfun. Við förum að sjálfsögðu eftir leiðbeiningum yfirvalda hvað varðar sóttvarnir og kappkostum við að tryggja öryggi nemenda okkar.

Nákvæmar tímasetningar munu skýrast þegar nær dregur. Kennsla fer fram á virkum dögum og hefst eftir kl. 17.30. Verð: 46.000,-

Einnig má senda okkur línu á kjarnakonur16@gmail.com fyrir nánari upplýsingar.

Bestu kveðjur,
Sif og Karen reiðkennarar