Fréttir

Viltu koma þér af stað inn í veturinn?

Telma L. Tómasson, reiðkennari frá Háskólanum á Hólum, býður upp á fjóra 45 mín einkatíma þar sem lögð er áhersla á nákvæmara samtal milli manns og hests.

Kennslan er einstaklingsmiðuð, klæðskerasniðin að þörfum hvers og eins, farið inn í hvert verkefni í samræmi við getu knapa og þjálfunarstig hests.

Markmiðið er að styrkja knapa og hest, auka þekkingu, gera áætlun og leiðbeina inn í fyrstu vikur þjálfunarársins.

Kennsla fer fram á fimmtudögum í TM Reiðhöllinni.

  • Fyrra námskeið dagana 9., 16., 23. og 30. nóvember.
  • Seinna námskeið 12., 19. og 26. nóvember og 3. desember.

Kennt verður kl. 20 – 20.45 / 20.45 – 21.30 / 21.30 – 22.15.

Verð er 45.500 kr. og fer skráning fram í gegnum https://skraning.sportfengur.com/