Fimmtudaginn næstkomandi, 28. október klukkan 20:00, verður kynning á vetrarstarfi Fáks í salnum TM-reiðhöllinni.

Eftir kynninguna á vetrarstarfinu mun Heiðrún Halldórsdóttir halda fyrirlestur um Pilates for Dressage sem er þjálfunarkerfi fyrir knapa. Heiðrún er Pilates for Dressage kennari og Romanas pilates kennari. Fyrirlestur hennar fjallar um ásetu og stjórnun, hvernig það á að nota líkamann á baki til þess að gefa skýrar ábendingar og bæta ásetu.

Heiðrún hefur stundað pilates frá árinu 2007 og leggur mikla áherslu á eigin endurmenntun og sækir viðbótarnám a.m.k. einu sinni á ári erlendis.

Frítt verður inn á viðburðinn og léttar veitingar í boði