Janice Dulak Romana´s pilates Master Instructor og frumkvöðull Pilates for Dressage(R) verður með ásetunámskeið í Fáki helgina 12. til 14. Júlí.
- Ásetu tímar á baki
- Sérhæfðir Pilates tímar fyrir knapa
- Fyrirlestur
Pilates for dressage(R) er þjálfunarkerfi fyrir knapa. Hannað til þess að hjálpa knapanum að öðlast betri skylning á ásetu og stjórnun. Hvernig á að nota líkamann á baki til þess að gefa skýrar ábendingar, bæta ásetu og kennir öryggisatriði ásetu. Það stuðlar að betri líkamsbeytingu sem getur minnkað verki eða þeir horfið með öllu. Kerfið er mjög nákvæmt og einstaklingsmiðað.
Janice er fyrverandi atvinnudansari og mikill hesta unnandi. Hún hóf sinn pilates feril 1989 og stundar Dressúr og hefur þjálfað hest sinn Ruby frá grunni og upp í bronsmedalíu hjá United states dressage federation(USDF).
Janice hefur kennt Pilatesfor Dressage(R) um allan heim og fengið gríðarlega góðar undirtektir. Hún hefur kennt með kennurum eins og Linda Parelli af Parelli Method of Natural Horsemanship og Sarah Martin gullmedalíu hafa USDF og dressúr kennara.
Hún er einnig höfundur bókarinnar Pilates for the Dressage Rider.
Nánari upplýsingar um Janice og Pilates for Dressage er hægt að fá á heimasíðunni: http://www.pilatesfordressage.com
Námskeiðið hefst á föstudagskvöldi með fyrirlestri. Fyrir hádegi á laugardegi og sunnudegi eru gerðar pilatesæfingar í félagsheimili Fáks og áseta stúderuð. Eftir hádegi eru síðan ásetutímar á baki.
Aðeins 10 knapar komast að á fullt námskeið!
Fullt verð: 38.500 kr.-
Pláss er fyrir 10 knapa að taka þátt á námskeiðinu en ekki með ásetutíma: verð 20.000 kr.-
Einnig er hægt að koma einungis á fyrirlesturinn á föstudeginum: verð 3.500 kr.-
Nánari upplýsingar og skráning hjá Heiðrúnu í síma 847-7307 eða heidrun@email.com