Næstkomandi laugardag, 11. maí, koma Harðarmenn í heimsókn til okkar í Fák.

Að venju er riðið á móti Harðarmönnum og verður lagt af stað frá stóra gerðinu í A-tröð klukkan 13:00. Þá verður riðið upp í Ósakot þar sem við hittum Harðarmenn klukkan 14:00.

Kvennadeild Fáks mun síðan bjóða upp á súpu og brauð í TM-Reiðhöllinni. Allir velkomnir.