Í kvöld í veislusalnum í TM-reiðhöllinni heldur Susanne Kaarsholm, dýralæknir, félagi í Samtökum danskra augndýralækna (The Danish Society of Veterinary Ophthalmology), fræðslufyrirlestur um augu hestsins, algengustu sjúkdóma þeirra og meiðsli sem og fyrirbyggjandi aðgerðir.

1. Hvernig er hestsaugað uppbyggt?
2. Hvað sér hesturinn raunverulega?
3. Hvernig get ég vitað að eitthvað sé að auga hestsins míns?
4. Hvenær eru augnmeiðsl neyðartilfelli?
5. Hvernig get ég komið í veg fyrir augnsjúkdóm eða augnskaða?
6. Umræður.

Fyrirlesturinn hefst klukkan 20.00 og flytur Susanne hann á ensku.

Aðgangseyrir er 1.000 krónur