Reykjavíkurmeistarmótið í hestaíþróttum hefst á mánudaginn og stendur í 7 daga. Hér má sjá drög að dagskrá og keppendalista mótsins.

Mótið sem er WR virðist stækka ár frá ári og eru skráningar 888 talsins og hafa aldrei verið fleiri.

Á Facebook má finna viðburðinn „Reykjavíkurmeistaramót Fáks 2021“ og þar er að finna ýmsar nytsamlegar upplýsingar, eins og knapafundinn sem er þar í gangi, svo það er um að gera að merkja sig „going“ þar og fylgjast með.

Það er á ábyrgð knapa að fara yfir skráningarnar sínar. Það er hægt að gera hér í þessum keppendalista og einning í LH Kappa smáforritinu. Athugasemdir, afskráningar og breytingar á hestum skal senda skriflega á skraning@fakur.is.

Nokkur atriði sem keppendur skulu hafa í huga:

  • Í greinum þar sem ekki verða B-úrslit mæta 6 í úrslit.
  • 4 sprettir verða í kappreiðaskeiði.
  • Keppendur eru ábyrgir fyrir skráningu sinni.
  • Keppendur skulu hafa kynnt sér nýjustu útgáfu af keppnisreglum. Sjá nánar á vef LH og/eða FEIF.  

Alendis.tv mun sýna beint frá mótinu alla mótsdagana þannig að enginn mun þurfa að missa af mótinu.

Það verður mikill hestakostur og glæsileg umgjörð sem einkenna munu Víðidalinn í Reykjavík þessa mótsdaga og allir velkomnir að koma og fylgjast með heimsklassa sýningum í öllum aldursflokkum!

Keppendalisti

Drög að dagskrá