Fréttir

Ráðherrareið Framsóknar og grill í salnum TM-reiðhöllinni

ATH – þessi viðburður er ekki á vegum Fáks heldur Framsóknarflokksins.

N.k. föstudag munu frambjóðendur og ráðherrar Framsóknarflokksins bjóða hestamönnum í reiðtúr, grill, skemmtun og spjall í veislusal TM hallarinnar í Víðidal.

Þau sem hafa boðað komu sína eru meðal annarra Sigurður Ingi Jóhannesson, Ásmundur Einar Daðason, Lilja Alfreðsdóttir, Brynja Dan, Guðni Ágústsson og fleiri.

Dagskrá er eftirfarandi:

  • Kl. 17.30 mæting við TM höllina í Víðidal fyrir þá sem ætla í reiðtúrinn
  • Kl. 18.00 lagt af stað frá reiðhöllinni og riðinn hringur um Rauðhóla og að Rauðavatni undir leiðsögn Sigurbjörns Bárðarsonar
  • Kl. 19.30 menn fara að tínast heim úr reiðtúrnum og þeir sem ætla bara í grillið koma.
  • Kl. 20.00 Grillveisla og drykkir í boði Framsóknarflokksins í veislusal reiðhallarinnar
  • Kl. 20.30 c.a. Skemmtiatriði, ræður og spjall á milli stjórnmálafólks og hestamanna

Tilvalið tækifæri til að hitta þingmenn og frambjóðendur Framsóknar og ræða við þá um þau málefni sem brenna á vörum hestamanna.