Fáksfélagana, þau Önnu S. Valdimarsdóttur og Friðfinn Hilmarsson þekkja flestir enda hefur Anna getið sér gott orð á keppnisvellinum á meðan Friffi dæmir af miklum móð.

Í vetur munu þau Anna og Friffi bjóða upp á 30 mínútna einkatíma á fimmtudögum. Kennslan hefst 9. janúar næstkomandi og verður boðið upp á 6 skipti til þess að byrja með.

Heildarverð er samtals 31.500 kr. 

Skráning fer fram á skraning.sportfengur.com