Í vetur mun Sölvi Sigurðarson reiðkennari frá Hólum bjóða upp á einkatíma.

Hver tími verður lagaður að þörfum knapa og hests og hentar því knöpum á öllum stigum reiðmennskunnar. Sölvi hefur sjálfur náð góðum árangri á keppnisvellinum bæði hér heima og erlendis.

Þessa dagana starfar hann sem tamningamaður og þjálfari í Hestheimum á Suðurlandi. Samtals verður um 6 skipti að ræða og kennt verður bæði á þriðjudögum og miðvikudögum.

Kennsla hefst 14. janúar næstkomandi.

Heildarverð er 49.000 kr. 

Skráning fer fram á skraning.sportfengur.com