Vetrarleikar Fáks verða haldnir laugardaginn 22. febrúar klukkan 12:00. Skráning fer fram í anddyri TM-Reiðhallarinnar milli 10:30 og 11:30. Skráningargjald er 2000 kr, frítt fyrir polla og börn.

Keppnisfyrirkomulagið er þannig að pollaflokkur og börn keppa inni í reiðhöllinni. Börn ríða upp á vinsti hönd hægt tölt og síðan frjálsa ferð. Úrslit verða riðin strax á eftir.

Aðrir flokkar keppa á Hvammsvelli. Þar er sýnt hægt tölt og frjáls ferð til baka, 3 ferðir. Úrslit á eftir hverjum flokki.

Keppt verður í eftirfarandi flokkum:

  • Pollaflokkur
  • Barnaflokkur minna vanir
  • Barnaflokkur meira vanir
  • Unglingaflokkur
  • Ungmennaflokkur
  • Konur II
  • Karlar II
  • Konur 1
  • Karlar 1

Verðlaunaafhending verður að móti loknu í anddyri reiðhallarinnar þar sem boðið er upp á vöfflur, kakó og kaffi.

Fákur áskilur sér rétt til að sameina flokka ef ekki er næg þátttaka í hverjum þeirra.