Ákveðið hefur verið að færa gæðingamót Fáks á dagana 28.-30. maí næstkomandi. Hefst mótið eftir klukkan 17:00 á þriðjudaginn og fimmtudagurinn 30. maí er Uppstigningardagur og þar af leiðandi frídagur.

Skráning fer fram á Sportfeng dagana 15.-23 maí næstkomandi.

Gæðingamót Fáks er opin gæðingakeppni í öllum flokkum. Að auki verður keppt í Tölti T1 í meistaraflokki.

Keppt verður í eftirfarandi flokkum:

  • Tölt T1 meistaraflokkur (ekki verða riðin úrslit)
  • Pollaflokkur (skráning á staðnum)
  • Barnaflokkur
  • Unglingaflokkur
  • A-flokkur ungmennaflokkur
  • B-flokkur ungmennaflokkur
  • A-flokkur gæðinga
  • A-flokkur gæðinga áhugamenn
  • B-flokkur gæðinga
  • B-flokkur gæðinga áhugamenn
  • Skeið – 100m / 150 m / 250 m

Skráningargjöld eru:
A og B flokkur, Tölt T1 – 6.000 kr
Ungmenni, Unglingar, börn og skeiðgreinar – 4.500 kr.
ATH – Skráningargjöld eru ekki endurgreidd.

Mótanefnd áskilur sér rétt til að fella niður greinar náist ekki lágmarksfjöldi skráninga.

Eigendur hesta sem og knapar í Fáki þurfa að hafa greitt félagsgjöldin fyrir árið 2019 til að hafa keppnisrétt.

Nánari upplýsingar um mótið eru veittar á skraning@fakur.is