Tómas Örn Snorrason, félagsmaður Fáks frá barnsaldri ætlar að vera með 5 verklega reiðtíma í einkatímum eða paratímum eftir því hvernig hver og einn velur leið við skráningu á þriðjudögum á tímabilinu 1.mars -29.mars frá 16:00-20:00 Frábær leið til þess að hefja vetrarþjálfunina.

Tómas Örn er tamningamaður og reiðkennari C frá félagi tamningamanna.

Hann hefur stundað reiðkennslu frá árinu 1993, meðal annars kennt knapamerkin. Kennslan hefur spannað allt frá byrjendum til keppnisknapa, hérlendis sem í Evrópu og Norður Ameríku. Tómas hefur einnig víðtæka reynslu í sýningarhaldi, bæði hér á landi og erlendis, svo sem í Fákaseli og var fyrsti sýningarstjóri Æskunnar og hestsins. Tómas er því með áratuga reynsla í tamningum og þjálfun og hefur verið í landsliði Íslands á HM í tvígang.

Kennt verður í C tröð Diddahöll

Verð fyrir einkatíma: 58.500 kr
Verð fyrir paratíma: 29.300 kr

Skráning er fram á www.Sportfengur.com