Námskeið í sætisæfingum í hringteymingu undir leiðsögn kennara verður haldið í TM-Reiðhöllinni og hefst það 17. nóvember nk.. Knapinn þarf ekki að mæta með eigin hest og hentar námskeiðið bæði byrjendum og þeim sem lengra eru komnir.

Námskeiðið er 4 skipti (hálftíma einkatími í senn) og er það eftirtalda daga:

Mánudaginn 17. nóv, miðvikudaginn 19. nóv, mánudaginn 24. nóv og miðvikudaginn 26. nóv. Námskeiðið byrjar kl. kl. 17:00 og er það hálftími á hvern (ath. velja þarf tíma) og er hámark átta sem komast á þetta námskeið

Kennari er Henna Sirén reiðkennari.

Verð kr. 17.500

Markmið námskeiðsins er að:

•Bæta jafnvægi knapans á hesti

•Bæta öryggi og sjálfstraust knapans

•Bætir  samskipti manns og hests – hestinum liður betur og ánægja knapans eykst.

•Góður undirbúningur til að koma sér í form fyrir veturinn áður enn hestar eru teknir á hús

•Góður undirbúningur fyrir Knapamerki 1

Nokkrir punktar:

•Þarf ekki eiga hest til að geta tekið þátt.

•Góð leið til að byrja í hestamennsku

•Knapinn þarf bara að mæta með hjálm og góða skapið.