Það stefnir í að Landsmót hestamanna verði haldið á félagssvæði Fáks í Reykjavík árið 2018.
Stjórn Landssambands hestamannafélaga hefur tekið þá ákvörðun að ganga til viðræðna við Fák um Landsmót 2018 og hefjast þær viðræður fljótlega. Einnig hefur stjórn LH ákveðið að hefja viðræður við Sprett um að Landsmót 2016 verði haldið á þeirra svæði en ekki á Vindheimamelum eins og til stóð.
Hér er fréttatilkynning frá LH
Tilkynning frá Landsambandi hestamannafélaga.
Reykjavík 16.október 2014.
Stjórn Landssambands hestamannafélaga komst að þeirri niðurstöðu á fundi þann 7. október 2014 að forsendur fyrir því að Landsmót 2016 væri haldið á Vindheimamelum í Skagafirði væru ekki ekki fyrir hendi. Forsvarsmönnum Skagfirðinga var tilkynnt um þessa niðurstöðu með formlegum hætti á símafundi 14.október 2014.
Á fundi stjórnar Landssambands hestamannafélaga í dag 16. október 2014 var ákveðið samhljóða að ganga til viðræðna við hestamannafélagið Sprett varðandi Landsmót 2016, og við hestamannafélagið Fák um Landsmót 2018.
Stjórn Landssambands hestamannafélaga vonast til þess að um þetta muni ríkja sátt á meðal áhugamanna um íslenska hestinn.