Vilfríður Fannberg Sæþórsdóttir tamningamaður og reiðkennari frá Hólaskóla býður upp á útreiðanámskeið fyrir Fáksfélaga. Í boði verða bæði einkatímar og paratímar.

Kennsla hefst á einum tíma inni til þess að kennari og nemendur geti kynnst. Síðan verður um 3 reiðtíma úti að ræða. Vilfríður mun fara með nemendum sínum út og aðstoða þá við þjálfun hrossa sinna úti í reiðtúr.

Frábært námskeið fyrir þá sem vilja gjarnan fá aðstoð með hestinn sinn inni sem og í reiðtúr úti við.

Kennt verður á þriðjudögum og fimmtudögum; 6. september (inni), 8. september, 13. september og 15.  september mun kennsla fara fram úti.

Tímasetningar reiðtíma verða á bilinu kl.17:00-21:00.

Verð er 24.000 kr.fyrir paratíma og 34.500 kr. fyrir einkatíma.

Skráning fer fram í gegnum Sportfeng.