Langar barninu þínu til þess að æfa hestamennsku í haust?

Í hestamannafélaginu Fáki í Víðidal er starfræktur hestaíþróttaklúbbur undir nafninu Fákar og Fjör. Um kennsluna sjá þær Sif Jónsdóttir og Karen Woodrow, en báðar eru þær menntaðir reiðkennarar frá Háskólanum á Hólum.

Fákar og fjör býður upp á reiðkennslu á ársgrundvelli þar sem við leggjum áherslu á fjölbreytt starf og að allir geti fundið sig í hestamennskunni. Klúbburinn hentar bæði byrjendum og vönum hestakrökkum.

Við höfum í gegnum hestaíþróttaklúbbinn reynt að koma á móts við þá sem hafa áhuga á því að stunda íþróttina en hafa ekki aðgang að hesti. Í haust stefnum við á að bjóða upp á kennslu fyrir börn og unglinga, bæði fyrir nemendur sem ekki hafa aðgang að hesti og nemendur sem mæta með sína eigin hesta. Nemendur sem vilja koma með eigin hesta á námskeiðið geta leigt pláss í félagshesthúsi Fáks. Kennslan fer fram 1x – 2x í viku yfir 6 vikna tímabil og fer fram á félagssvæði Fáks.

Við stefnum á að hefja kennsluna vikuna 22. ágúst – 28. ágúst. 

*** Hópar 1 – 4 ***
– Aldursviðmið 6 – 9 ára
– Verð 30.000 kr  (ef nemendur mæta með eigin hest er verðið 19.500)
– 6 skipti

Hópur 1 – Mánudagur kl 17 – 18
Hópur 2 – Þriðjudagur kl 17 – 18
Hópur 3 – Miðvikudagur kl 17 – 18
Hópur 4 – Fimmtudagur kl 17 – 18 (ath. þessi hópur er hugsaður fyrir 8 – 11 ára)

 

*** Hópar A – C ***

– Aldur 10 ára og eldri
– Verð 55.000 kr (ef að nemendur mæta með eigin hest er verðið 32.500)
– 10 skipti

A – Mánudagur 17.30 – 19.00 og fimmtudagur 17.30 – 19.00 (10 – 13 ára)
B – Þriðjudagur 17.30 – 19.00 og laugardagur 09.00 – 11.00 (10 – 13 ára)
C – Miðvikudagur 17.30 – 19.00 og laugardagur 09.00 – 11.00 (13 – 16 ára)

Athugið að uppgefin aldur er aðeins viðmið en tekið er tillit til reynslu og getu innan hópsins. ATHUGIÐ að uppgefnar tímasetningar gætu tekið einhverjum breytingum, en það fer eftir skráningum.

Hægt er að fá pláss í Félagshesthúsi Fáks ef að nemendur eru með eigin hest. Mánaðargjald í félagshesthúsinu er 26.500 krónur.
Óskir um leigu á hesthúsplássi skal senda á skraning@fakur.is

Skráning fer fram á Sportabler í þessum link.