Uppskeruhátíð Fáks verður haldin í Félagsheimilinu okkar fimmtudaginn 23. nóvember næstkomandi klukkan 19:00.

Fákur ætlar að bjóða upp á lambalæri ásamt meðlæti og pizzur fyrir börnin. Hvetjum félagsmenn til að mæta. Skráning í matinn fer fram hér að neðan.

Veitt verða verðlaun fyrir framúrskarandi árangur á árinu 2023 í eftirfarandi flokkum:

  • Besti keppnisárangur í barnaflokki, stúlka og drengur
  • Besti keppnisárangur í unglingaflokki, stúlka og drengur
  • Besti keppnisárangur í ungmennaflokki, stúlka og drengur
  • Besti keppnisárangur í áhugamannaflokki, kona og karl
  • Íþróttakona og íþróttakarl Fáks

Þá verða einnig veittar viðurkenningar til hæst dæmdu kynbótahrossa ræktuðum af félagsmönnum Fáks.

Fákur óskar eftir upplýsingum um árangur félagsmanna á íþrótta- og gæðingamótum á árinu 2023. Skráning fer fram <hér>.

Viðmiðunarreglur við val á afreksknöpum má sjá <hér>.

Árangursupplýsingar skulu berast á eftirfarandi formi í siðasta lagi miðvikudaginn 15. nóvember.

Haft verður samband við alla þá sem hljóta verðlaun fyrir viðburðinn.