Hestamannafélagið Fákur – Viðmiðunarreglur við val á afreksknöpum

Reglur samþykktar á fundi stjórnar Fáks 8. nóvember 2023.

Verðlaun eru veitt fyrir eftirfarandi:

  • Besti keppnisárangur í barnaflokki, stúlka og drengur
  • Besti keppnisárangur í unglingaflokki, stúlka og drengur
  • Besti keppnisárangur í ungmennaflokki, stúlka og drengur
  • Besti keppnisárangur í áhugamannaflokki, kona og karl
  • Íþróttakona og íþróttamaður Fáks

Eftirtalin mót gefa stig:

  • Landsmót og Heimsmeistarmót gefa flest stig
  • Íslandsmót og Norðurlandamót gefa næst flest stig
  • Reykjavíkumeistaramót
  • Gæðingamót Fáks
  • Önnur mót – besti árangur af 2 öðrum löglegum mótum. Mótaröð eins og Meistaradeild æskunnar, Meistaradeild ungmenna og Meistaradeildin telst sem eitt mót.

Stigagjöf:

Reykjavíkurmeistaramót og Gæðingakeppni Fáks (hver grein). Þegar mótin eru opin er það efsti Fáksfélaginn sem hlýtur fyrsta sætið og svo koll af kolli. Einkunnir undir 4 úr forkeppni telja ekki með nema viðkomandi hafi orðið Reykjavíkurmeistari í viðkomandi grein.

1. Sæti – 20 stig
2. Sæti – 15 stig
3. Sæti – 10 stig
4. Sæti – 9 stig
5. Sæti – 8 stig
6. Sæti – 7 stig
7. Sæti – 6 stig
8. Sæti – 5 stig
9. Sæti – 4 stig
10. Sæti – 3 stig

Íslandsmót og Norðurlandamót

1. Sæti – 40 stig
2. Sæti – 35 stig
3. Sæti – 30 stig
4. Sæti – 25 stig
5. Sæti – 20 stig
6. Sæti – 15 stig
7. Sæti – 10 stig
8. Sæti – 5 stig
9. Sæti – 4 stig
10. Sæti – 3 stig

Landsmót (Gæðingakeppni) og Heimsmeistaramót

1. Sæti – 60 stig
2. Sæti – 50 stig
3. Sæti – 45 stig
4. Sæti – 40 stig
5. Sæti – 35 stig
6. Sæti – 25 stig
7. Sæti – 20 stig
8. Sæti – 18 stig
9. Sæti – 17 stig
10. Sæti – 16 stig
11. Sæti – 15 stig
12. Sæti – 14 stig
13. Sæti – 13 stig
14. Sæti – 12 stig
15. Sæti – 11 stig
16. Sæti – 10 stig

Sá sem kemst í milliriðil en ekki úrslit fær 5 stig

Landsmót – tölt og skeið

Fyrir tölt gildir sama stigatafla og á Íslandsmóti
Fyrir skeið gildir sama stigatafla og á Íslandsmóti en eingöngu fyrir 5 efstu sætin.

Aðrar hringvallargreinar og gæðingaskeið á Landsmóti telja sem önnur mót.

Önnur mót

1. Sæti – 10 stig
2. Sæti – 8 stig
3. Sæti – 6 stig
4. Sæti – 4 stig
5. Sæti – 2 stig