Á uppskeruhátíðum félagsins verður afreksfólk félagsins heiðrað en verðlaun fyrir börn og unglinga verða veitt á uppskeruhátíð æskulýðsnefndar 7. desember og verðlaun fyrir eldri flokka verða veitt á uppskeruhátíð félagsins 8. desember.

Stjórn og framkvæmdastjóri hafa sett saman viðmiðunarreglur við val á eftirfarandi knöpum:

  • Besti keppnisárangur í barnaflokki, stúlka og drengur
  • Besti keppnisárangur í unglingaflokki, stúlka og drengur
  • Besti keppnisárangur í ungmennaflokki, stúlka og drengur
  • Besti keppnisárangur í áhugamannaflokki, kona og karl
  • Íþróttakona og íþróttamaður Fáks

Viðmiðunarrelgurnar má sjá hér.

Við óskum eftir upplýsingum um árangur Fáksfélaga á mótum keppnisárið 2017. Knapar og forráðamenn knapa þurfa að senda uppýsingar um árangur á netfangið marianna@arbae.is í síðasta lagi 30. nóvember til að teljast gjaldgengir til verðlauna.