Í vetur er stefnt á að halda áfram að virkja þennan frábæra félagsskap sem eru þekktar undir nafninu Töltslaufur/Kjarnakonur í Fáki. Þetta verður sjötta árið sem hópurinn æfir saman.

Meginmarkmið hópsins er fyrst og fremst að efla félagstengsl kvenna innan Fáks, auka fjölbreytni í þjálfun og gleði. Það er stefnt á að bjóða annarsvegar uppá kennsluhóp (Kjarnakonur) og sýningarhóp (Töltslaufur). Þær sem hafa áhuga á að æfa með hópnum í vetur eru beðnar um að skrá sig í þessari áhugakönnun (skráning er ekki bindandi) til að hægt sé að byrja að skipuleggja starfið.

https://forms.gle/Lm9NibpVqnxGthEq9

Bestu kveðjur,
Sif og Karen reiðkennarar