Í vetur er stefnt á að halda áfram að virkja þennan frábæra félagsskap sem Kjarnakonur í Fáki eru, en í ár verður þetta fimmta árið sem hópurinn æfir saman. Meginmarkmið Kjarnakvenna fyrst og fremst að efla félagstengsl kvenna innan Fáks, fjölbreytni í þjálfun og gleði. Í ár verður fyrirkomulagið með örlítið breyttum áherslum en boðið verður upp á tvær leiðir sem hægt verður að velja um, en það hentar kannski betur fyrir hópa með ólík markmið.
Í nýju leiðinni verður aðalmarkmiðið að auka fjölbreytileika verkefna á æfingum og bæta inn meiri fræðslu sem gagnast í almennum útreiðum/þjálfun. Í flestum tímum verða lögð fyrir hin ýmsu slaufuverkefni sem verða einfaldari að gerð, hægt verður að framkvæma á tölti í hverjum tíma og með tónlist. Í öðrum tímum verður stöðvaþjálfun, þar sem lögð verða fyrir verklegar æfingar sem nýtast í almennri þjálfun. Þessar æfingar munum við undirbúa annaðhvort með sýnikennslu, myndböndum eða með fyrirlestri í bóklegum tímum. Dæmi um verkefni verður t.d. vinna við hendi og leiðtogaþjálfun, æfingar til að bæta ásetu og samspil ábendinga.
Í gömlu leiðinni sjáum við fyrir okkur að 20-24 kvenna slaufuhópur verði myndaður af konum sem vilja æfa krefjandi sýningaratriði. Í þessum hópi er gerð krafa um reynslu í töltslaufum, skuldbindingu, þjálan og öruggan hestakost og öruggan knapa. Markmiðið er að sýna vel þjálfað og öruggt sýningaratriði á stórsýningu Fáks.
Hóparnir æfa á fimmtudagskvöldum kl. 19:00 – 20:00 og 20:00 – 21:00 til skiptis. Tímarnir verða a.m.k. 10 talsins, en það má gera ráð fyrir auka æfingum á tímabilinu. Tímabilið verður janúar-apríl.
Verð: 42.500
Skráning fer fram hér: Sportabler
Reiðkennarar verða Sif Jónsdóttir og Karen Woodrow.