​Hinrik Þór Sigurðsson (Hinni) er reiðkennari hjá Íslenskri reiðlist og ráðgjafi í hugarþjálfun. Hinni er menntaður reiðkennari og þjálfari í hestamennsku og hefur starfað sem reiðkennari og tamningamaður um allan heim í yfir 20 ár. Hann hefur verið virkur keppnis- og sýningarknapi og unnið fjölda titla í íþróttinni gegnum árin. Í kennslu leggur Hinrik Þór áherslu á einfalda, áhrifaríka og hestvæna nálgun.

Hinrik Þór mun bjóða upp á fjóra 40 mínútna einkatíma/paratíma eftir því sem hentar hverjum og einum. Kennslan hefst fimmtudaginn 12. janúar í reiðhöllinni í C – tröð. Kennt verður frá klukkan 13-17 til fimmtudagins 2. febrúar.

Skráning fer fram hér: Sportabler.