Keppt var í tölti og skeiði á Gæðingamótinu í dag. Þessar greinar eru opnar íþróttagreinar og ekki um úrtöku að ræða í þeim. Mjög góðir tímar náðust enda allar aðstæður hinar bestu.

Árni Björn Pálsson á Ljúfi frá Torfunesi er langefstur eftir forkeppni í tölti með einkunnina 8,70. Önnur er Kristín Lárusdóttir á Strípu frá Laugardælum með 7,60.

Konráð Valur Sveinsson á Kjarki vann 250m skeiðið á tímanum 22.30, annar varð Daníel Gunnarsson á Einingu á 22.32 og þriðji Gústaf Ásgeir Hinriksson á Sjóði á 22.51 sek.

Í 150m skeiðinu var Árni Björn Pálsson á Seiði frá Hlíðarbergi fljótastur á 14.53 sek, annar Sigurbjörn Bárðarson með Vökul frá Tunguhálsi II á 14.57 og þriðji Teitur Árnason á Styrk frá Hofsstaðaseli á 14.70 sek.

Fyrri tveir sprettirnir í 100m flugskeiðinu fóru fram í gær og besta tímanum þar náðu þeir félagar Konráð Valur og Kjarkur, 7.28 sek. Seinni tveir sprettirnir fara fram kl. 17.00 í dag.

Heildarniðurstöður mótsins hingað til má finna hér.

Dagskrá laugardags:

09:00 Barnaflokkur – seinni umferð
09:40 Unglingaflokkur – seinni umferð
12:10 Hádegishlé
12:40 Ungmennaflokkur – seinni umferð
13:30 B-flokkur gæðinga
14:20 Kaffihlé
14:30 A-flokkur gæðinga
17:00 Flugskeið 100m, seinni 2 sprettir
17:30 Dagskrárlok