Stranglega bannað er að losa tað á opin svæði eða staði sem ekki heimilt er að geyma tað á. Um losun taðs gilda ströng skilyrði. Þeir sem hafa losað tað annarsstaðar en í taðþró/taðgám er gefinn kostur á að fjarlægja taðið sjálfir ellegar verður það gert á kostnað viðkomandi.

Sækja þarf um stöðuleyfi fyrir gáma standi þeir lengur en 2 mánuði á svæðum sem eru ekki skilgreind sem slík samkvæmt 2.6. kafla byggingarreglugerðar. Eigendur gámar sem staðið hafa lengur en í 2 mánuði á svæðinu eru vinsamlega beðnir að fjarlægja þá. Fjarlægi þeir ekki gámarnir sjálfir verða þeir fjarlægðir á kostnað eigenda.

Óheimilt er að girða byggingarlóðir óbyggðra húsa sem og önnur svæði í borgarlandinu og nýta sem beitarsvæði. Eigendur girðingar sem hafa sett upp girðingar á þessi svæði eru beðnir um að taka þær niður. Verði ekki orðið við því verða girðingar fjarlægðar á kostnað eigenda.

Fólki er gefinn kostur á verða við þessum athugasemdum innan 7 daga eða til 12. maí. Eftir það verður gengið í þessi verk á kostnað eigenda.