Hið árlega, sterka hestaíþróttamót, Reykjavíkurmeistaramót Fáks fer fram í Víðidalnum dagana 12. – 18. júní næstkomandi. Mótið verður World Ranking mót, sem þýðir að árangur keppenda í WR greinum, telur inná heimslista, en einnig verður mótið eitt af úrtökumótum LH fyrir HM í Hollandi í ágúst.

Að venju verður mótið hið glæsilegasta. Margir flokkar og ýmsar greinar í boði. Allar nánari upplýsingar um keppnisgreinar og önnur lög og reglur má finna á vef LH. Það er ávallt á ábyrgð knapa að kynna sér nýjustu reglur sem í gildi eru hverju sinni.

Athugið að náist ekki lágmarksþátttaka í grein, fellur hún niður. B-úrslit eru haldin í greinum þar sem keppendafjöldi er 25 eða fleiri. Ef ekki eru B-úrslit í grein mæta 6 í A-úrslit.

Flokkar og greinar í boði:

Meistarar 1. flokkur 2. flokkur Ungmenni Unglingar Börn
V1 V2 V2 V1 V2 V2
F1 F2
  1. F2
F1 F2 V5
T1 T3 T3 T1 T3 T3
T2 T4 T4 T2 T4 T4
PP1 PP1 T7 PP1 T7 T7
P1 P1 P1 PP1
P2 P2 P2 P1
P3 P3 P3 P2
P3

 

Skráning þátttakenda verður opin til og með 5. júní. Skráning og greiðsla þátttökugjalda fer alfarið fram í gegnum skráningarkerfi Sportfengs. Skráning er talin gild þegar greiðsla hefur borist.

Framkvæmdanefnd Reykjavíkurmeistaramóts