Laugardaginn 29. apríl býður æskulýðsnefnd börnum og unglingum í heimsókn á ræktunarbú fyrir austan.
Heimsótt verða Hulda, Hinni og fjölskylda á Árbakka og Sara Sigurbjörnsdóttir á Oddhóli.
Þetta er frábært tækifæri til að geta spjallað og spurt þessa afreks knapa spjörunum út um tamningar og þjálfun keppnishrossa og um leið séð aðstöðuna hjá þeim.
Á leiðinni heim verður stoppað á Selfossi eða Hveragerði í pizzu sem Fákur býður upp á.
Mæting í Guðmundarstofu kl 9:30 og reiknum með að vera komin heim fyrir kl 16:00.
Hlökkum til að sjá sem flesta!
Þau sem vilja skrá sig í ferðina er bent á að hafa samband við Viggu Matt á vima@mail.holar.is