Hið árlega, sterka hestaíþróttamót, Reykjavíkurmeistaramót Fáks fer fram í Víðidalnum dagana 12. – 18. júní næstkomandi. Mótið verður World Ranking mót, sem þýðir að árangur keppenda í WR greinum, telur inná heimslista, en einnig verður mótið eitt af úrtökumótum LH fyrir HM í Hollandi í ágúst.
Að venju verður mótið hið glæsilegasta. Margir flokkar og ýmsar greinar í boði. Allar nánari upplýsingar um keppnisgreinar og önnur lög og reglur má finna á vef LH. Það er ávallt á ábyrgð knapa að kynna sér nýjustu reglur sem í gildi eru hverju sinni.
Athugið að náist ekki lágmarksþátttaka í grein, fellur hún niður. B-úrslit eru haldin í greinum þar sem keppendafjöldi er 25 eða fleiri. Ef ekki eru B-úrslit í grein mæta 6 í A-úrslit.
Flokkar og greinar í boði:
Meistarar | 1. flokkur | 2. flokkur | Ungmenni | Unglingar | Börn |
V1 | V2 | V2 | V1 | V2 | V2 |
F1 | F2 |
|
F1 | F2 | V5 |
T1 | T3 | T3 | T1 | T3 | T3 |
T2 | T4 | T4 | T2 | T4 | T4 |
PP1 | PP1 | T7 | PP1 | T7 | T7 |
P1 | P1 | P1 | PP1 | ||
P2 | P2 | P2 | P1 | ||
P3 | P3 | P3 | P2 | ||
P3 |
Skráning þátttakenda verður opin til og með 5. júní. Skráning og greiðsla þátttökugjalda fer alfarið fram í gegnum skráningarkerfi Sportfengs. Skráning er talin gild þegar greiðsla hefur borist.
Framkvæmdanefnd Reykjavíkurmeistaramóts