Róbert Petersen reiðkennari verður með reiðnámskeið í TM-Reiðhöllinni  á fimmtudögum klukkan 17:30-22:00 í vetur. Boðið verður upp á einkatíma eða paratíma þar sem tveir nemendur eru saman í kennslustund. Róbert mun einstaklingsmiða námið fyrir knapa og hest með það að markmiði að ná fram sem mestum framförum í reiðmennsku knapans og gæðum hestsins.

Námskeiðin hefjast 4. janúar og er námskeiðið 8 tímar og kostar kr. 38.000.-

Skráning fer fram á netfanginu robbi@hestar.is eða í síma 897-5580