Landssamband hestamannafélaga óskar eftir umsóknum í afrekshóp LH 2018. Tilgangur verkefnisins er að búa unga knapa á aldrinum 16 til 21. árs undir það að takast á við stór verkefni á sviði hestamennskunnar bæði hér heima og á erlendum vettvangi.

Valið er í hópinn til eins árs í senn og þurfa þeir sem voru í hópnum 2017 að endurnýja umsókn sína fyrir árið 2018. Umsóknarfrestur er til og með 5. janúar 2018 og eru allar nánari upplýsingar á heimasíðu Landssambandsins.