Nýju ári er fagnað meðal hestamanna með því að mæta á Hrossakjötsveislu Limsverja sem verður haldin í félagsheimili Fáks laugardagskvöldið 6. janúar. Ræðumaður kvöldsins kemur úr óvæntri átt og mun hrista vel upp í karlpungafélaginu. Hrossakjét verður í allri sinni dýrð að hætti Silla Ægis enda kann hann bæði að fara vel með það lifandi sem og dautt. Forsala á betra verðinu verður í Guðmundarstofu (Félagsheimili Fáks) fimmtudaginn 4. jan kl. 19:00-22:00 og er miðaverði stillt í hóf að vanda sem og verði á gullnum veitingum.

Hlökkum til að sjá sem flesta enda allir skemmtilegir hestamenn og aðdáendur þeirra velkomnir.

Kveðja,

Limsfélagið
S: 698-8370 Helgi