Róbert Petersen reiðkennari verður með reiðnámskeið í TM-Reiðhöllinni seinnipartinn á þriðjudögum og þriðjudagskvöldum í vetur. Boðið er upp á paratíma þar sem tveir nemendur eru saman í kennslustund. Róbert mun einstaklingsmiða námið fyrir knapa og hest með það að markmiðið að að sem mestar framfarir verði í reiðmennsku knapans og gæðum hestsins.

Námskeiðið er 10 tímar og kostar kr. 42.500.-

Skráning á http://goo.gl/forms/kBiAcsabEa  og þar þarf að koma fram ósk um tíma.