Athugið að skrá þarf sig á gistináttarpartýið (svo vitað er hversu mörg tonn af snakki þarf að kaupa ;)) á elsablondal@hotmail.com

„Sleepover“ æskulýðsdeildar  verður í félaghsheimli Fáks nk. föstudagskvöld (9. jan). Einnig er þá hugarflugsfundur æskulýðsins og eru allir hvattir til að mæta til að hafa áhrif á vetrarstarfið. Um að gera að koma með hugmyndir að hverskyns starfi sem ÞIÐ unga fólk viljið gera í vetur og vor (útreiðartúrum, samverustundum, mótum, námskeiðum osfrv). Ykkar tækifæri til að ræða málin og hafa gaman saman í vetrarstarfinu.

Hugarflugfundurinn hefst kl. 19:30 í Guðmundarstofu og svo verður gist í framhaldi í félagsheimilinu. Það verður borðaður  góður matur pizza,(snakk, ávextir  ofl.l og þarf að koma með 500 kall fyrir matnum ), farið í leiki, spilað og horft á mynd. Það sem þarf að hafa með er dýna, svefnpoki, náttföt og tannbursti.  Foreldrar þurfa að sækja börnin fyrir kl. ellefu á laugardagsmorgninum. Nokkrir foreldrar munu gista, stýra dagsskrá og passa upp á hópinn og er þetta hugsað fyrir 10 – 17 ára.

Það má taka með spil, bók og mynd sem allir geta horft á. Einnig þarf að klæða sig eftir veðri (útiföt).

Allir að mæta og hafa gaman saman.