Fréttir

Reiðnámskeið með Julie Christiansen

Julie Christiansen þarf vart að kynna, en hún er tvöfaldur heimsmeistari og margfaldur danskur meistari í hestaíþróttum.

Hún mun bjóða upp á reiðnámskeið dagana 15. og 16. apríl næstkomandi hér í TM-Reiðhöllinni og býðst félögum í Fáki að skrá sig á það.

Boðið er upp á einkatíma hvorn daginn fyrir sig og kostar námskeiðið 30.000 kr.

Skráning fer fram á skraning@fakur.is