Langar þig að bæta ásetuna? Auka jafnvægið? Og verða betri knapi fyrir hestinn þinn?

– Tveir ásetu tímar á hestbaki
– Einn Fyrirlestur um ásetu
– Tveir sérhæfðir Pilates tímar fyrir knapa

Pilates for dressage®️
Helgarnámskeið þar sem farið er yfir hvernig best er að fylgja hreyfingu hestsins, svo samband milli knapa og hests sé skýrt og mjúkt. Einnig mun það hjálpa knapa að fara betur með líkamann á sjálfum sér, jafnvel minnka eða losna við verki ef einhverjir eru.

Námskeiðið er haldið í TM-Reiðhöllinni í Víðidal helgina 20. -22. apríl.

Kennari er Heiðrún Halldórsdóttir Pilates for dressage associate instructor.
Gert er ráð fyrir ca. 12 þátttakendum.

Námskeiðið byrjar á föstudagskvöldi á fyrirlestri ca. 1-2 tíma. Fyrir hádegi laugardag og sunnudag gerum við æfingar á gólfi, 2 klukkutíma í senn og eftir hádegi báða dagana er svo kennsla á hestbaki þar sem hver og einn fær 30 mín einkaleiðsögn.

Áætlað verð er krónur 22.000,- Allar nánari upplýsingar og skráning á póstfanginu dagny@dld.is.