Páskabingó æskulýðsdeildar Fáks var haldið í veislusal TM Reiðhallarinnar í gær, þann 27. mars. Það var gaman að sjá hve margir mættu og var setið á hverjum einasta stól í salnum. Fullorðnir gestir voru ekki minna spenntir en börnin enda vinningarnir stórglæsilegir.

Það ber að þakka þeim fyrirtækjum sem styrktu deildina með þessum flottu vinningum en það voru: Ásbjörn Ólafsson heildverslun, Ástund, Equsana, Fákaland, Hestar og menn, Íslandsbanki, Kólus, Lífland og Sportís.

Bingókvöldið endaði með pizzuveislu fyrir alla í boði æskulýðsdeildar. Þetta var skemmtilegt kvöld í góðum æskulýðsanda.