Keppnisnámskeið fyrir börn og unglinga með Vigdísi Matthíasdóttur verður dagana 21. – 22. apríl.  Námskeiðið verður þannig uppsett að hver nemandi færi einkatíma laugardag og sunnudag ca  45 – 60 mín.   Námskeiðið er m.a. tilvalið fyrir þau sem ætla í úrtöku fyrir landsmót en námskeiðið sem hún hélt fyrir okkur fyrr í vetur vakti mikla lukku. Námskeiðið verður kennt bæði inni og úti eftir veðri.

Aldurstakmark er 10 -17 ára.  Námskeiðsgjald er krónur 15.000.- Athugið takmarkað framboð tíma fyrstur kemur fyrstur fær.

Skráning á fakur@fakur.is