Sigríður Pjetursdóttir, reiðkennari, gæðingadómari og íþróttadómari ætlar að bjóða uppá paratíma á mánudögum í janúar. Kennsla hefst 3. janúar og stendur til og með 31. janúar.

Um verður að ræða 4 verklega tíma og einn bóklegan. Sigríður er afar reyndur kennari, hún hefur kennt bæði á hestabrautinni í Fjölbrautarskóla Suðurlands sem og í Reiðmanninum á vegum LBHÍ fyrir nú utan allan þann fjölda nemenda sem hafa komið í kennslu til hennar bæði hér heima og erlendis.

Sigríður leggur áherslu á hestvæna reiðmennsku og að fá það besta mögulega út úr hesti og knapa. Tímarnir hjá Sigríði henta þannig hestamönnum á öllum stigum sem vilja bæta sig sem knapa og byggja hestana rétt upp miðað við þjálfunarstig.

Skráning fer fram á www.sportfengur.com

Verð kr. 36.500 kr.