Auður Sigurðardóttir, menntuð í sjúkraþjálfun og endurhæfingu hesta, býður upp á örnámskeið í hestanuddi laugardaginn 10. apríl í TM Reiðhöllinni. Námskeiðið hefst á bóklegum hluta, þá verður matarhlé þar sem boðið verður upp á súpu og brauð, og í seinni hlutanum verður farið í verklega kennslu.

Námskeiðgjald með súpu og brauði er kr. 4000.   Hámarksfjöldi er 20 þátttakendur.

Skráning fer fram á Sportfeng: https://skraning.sportfengur.com/

Dagskrá námskeiðis:

Kl. 11:00 – 13:00 (m. Matarhléi)

  • Farið verður í gegnum helstu vöðvahópa hestsins, staðsetningu og hlutverk.
  • Farið í helstu nuddgrip sem notuð eru. Einnig hvenær nudd getur verið nytsamlegt og hvenær ekki.
  • Einnig verður farið í hvað helstu vandamálin eru og hvernig við getum notað nuddmeðferð til að bæði fyrirbyggja og meðhöndla.

Kl. 13:30 – 16/17

  • Farið verður í verklega kennslu þar sem nemendur verða 2 með einn hest og æfa sig. Farið verður í nuddaðferðir og æfinga

Auður Sigurðardóttir hjá Hestanudd og heilsa starfar meðal annars sem hestanuddari þar sem markmiðið er að stuðla að almennri heilsueflingu fyrir hross á öllum aldri og öllum stigum þjálfunar.

Hún er menntuð frá Nordisk heste- og hundeterapiskolen í Noregi í sjúkraþjálfun og endurhæfingu fyrir hesta. Í náminu fékk hún víðtæka þjálfun í að greina og meta meiðsli eða vandamál, sérstaklega í mjúkvefjum (t.d. vöðvum) og stoðkerfinu, sem geta svo leitt til vandamála í hreyfigetu hestsins.

Hún er viðurkenndur hestanuddari frá NHT og félagi í IEBWA (International Equine Body Worker Association).

Að auki hefur Auður:

  • Sjúkraþjálfun og endurhæfing fyrir hesta.
  • Nám í Acupressure fyrir hesta.
  • Nám í notkun laser í meðferð.
  • Nám í tannheilsu hrossa.
  • Nám í hófaheilsu hrossa.
  • Nám í mátun reiðtygja, hnakka og höfuðútbúnaðar og méla.
  • Nám í hnykkingum – Helstu meðferðartólin í hnykkingum (ekki það sama og kírópraktík en svipuð tækni).