Fréttir

Fyrirlestur fyrir börn og unglinga í salnum á sunnudag

Sunnudaginn 28. febrúar klukkan 13 mun landsliðseinvaldurinn, reynsluboltinn og stórknapinn Sigurbjörn Bárðarson vera með erindi í salnum í TM reiðhöllinni fyrir börn og unglinga í Fáki.

Í erindinu ætlar hann að fjalla um reynslu sína úr hestamennskunni ásamt því að segja frá löngum keppnisferli.

Fákur mun bjóða upp á pizzur og drykki. Allir krakkar velkomnir.

Vinsamlega skráið ykkur í link hér að neðan svo hægt sé að áætla magn veitinga:

Skráning hér