Líkt og undanfarin ár bjóða Fákar og fjör upp á vornámskeið fyrir börn og unglinga í Fáki. Námskeiðið er einstaklingsmiðað þar sem hver og einn nemandi sest niður með reiðkennara og setur skýr markmið fyrir sig og hestinn sinn. Unnið verður að markmiðunum í verklegum tímum yfir 4 vikna tímabil.

Rannsóknir hafa sýnt að vel afmörkuð og skýr markmið auka líkur á hvatningu og frammistöðu. Markmiðin sem nemendur setja sér geta verið margvísleg, sumir setja sér ákveðin markmið í tengslum við uppbyggingu og þjálfun hestsins, aðrir vilja undirbúa sig fyrir keppni eða langar að þreyta verklegt knapamerkjapróf.**

Tímarnir eru í formi styttri einkatíma, paratíma og/eða fámennra hópatíma. Við nálgumst kennsluna m.a. út frá hugmyndafræði átaksverkefnisins “Sýnum karakter” innan UMFÍ sem byggir á að hægt sé að þjálfa og stykja sálræna og félagslega færni iðkenda eins og líkamlega færni.

Umsjónarmenn námskeiðsins eru þær Sif Jónsdóttir og Karen Woodrow reiðkennarar.

Tímabilið: 11. maí – 7. Júní
Verð 29.500 kr*
8 reiðtímar + markmiðasetning í upphafi

Kennt verður á milli 15 og 18.
Hámarks fjöldi þátttakenda er 24.
Skráningar inn á www.sportfengur.com

Ath!

  • Þeir sem voru skráðir í Fákar og fjör í vetur 2020 fá 20% afslátt af námskeiðsgjaldinu!
    ** Hægt verður að þreyta verkleg knapamerkjapróf vikuna 8. – 12. júní. Þá viku verða einnig lokarennsli fyrir próf. Nemendur greiða einungis próftökugjald fyrir þessa auka viku.